Í janúar kviknaði sú hugmynd hjá Tónum og trix að gefa út plötu. Tveimur mánuðum síðar stóð hópurinn í Þorlákskirkju og söng inn á plötu. Þrátt fyrir hávaðarok og slagveður lét hópurinn engan bilbug á sér finna og söng yfir vindinn og lauk við að taka upp lögin á einni helgi.

Hópurinn fékk frábæra tónlistamenn til liðs við sig bæði til að spila undir og syngja með sér.

Lögin á plötunni eru öll vel þekkt fyrir utan tvö sem ekki hafa verið hljóðrituð áður. Það eru lögin Vinur ljúfi sem hópurinn samdi saman og Haust eftir Erlu Markúsdóttur.

Sú sem er potturinn og pannan í þessu öllu er Ása Berglind Hjálmarsdóttir stjórnandi Tóna og trix.