Keramiknámskeið

Keramiknámskeið er einu sinni í viku þrjá tíma í senn.


Bridge


Bridge er spilað tvisvar í viku og er yfirleitt spilað á fjórum borðum.

Prjónakaffi

Í prjónakaffinu hittast konur, prjóna og sauma út og spjalla. Prjónakaffið er opið fyrir karla og konur en það eru yfirleitt konur sem mæta. Konurnar tóku sig saman í fyrra og prjónuðu hatta og þæfðu fyrir Hafnardaga og seldu. Þær hafa líka prjónað húfur fyrir Lúðrasveit Þorlákshafnar.


Konukvöld

Konukvöld eru á haustin. Þrjár konur eru kosnar í nefnd fyrir hvert ár. Matur kemur frá matsölustöðum hér í bæ. Salurinn er skreyttur og skemmtiatriðin eru heimatilbúin. Yfirleitt er eitthvert þema eins og að koma með hatta eða vera í flíkum í ákveðnum lit.

Aðventan

Aðventukvöldstund er í kringum 1. desember. Þá er hangikjötsveisla og allt sem því tilheyrir. Salurinn er fallega skreyttur og tekið er á móti gestum með rótsterku jólaglöggi. Það er sungið undir borðum og happdrættismiðar undir hverjum stól. Skemmtiatriðin eru aðkeypt. Á aðventunni koma 10. bekkjar nemendur og steikja laufabrauð með eldri borgurum.

Þorrablót

Þorrablót er alltaf haldið í hádeginu á bóndadag og eðli málsins samkvæmt er borðaður þorramatur. Bæjarstjórinn kemur og býður upp á íslenskt brennivín. Flutt eru heimatilbúin skemmtiatriði og allir syngja saman. Það eru gjafir við hvern matardisk og salurinn er skreyttur.

Hamóníkuball

Harmóníkuball er haldið einu sinni á ári.