Ályktun samþykkt á aðalfundi FEBÖ

Merki FEBÖ

Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 11. febrúar sl. þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, kosið var í nefndir og nýr formaður kjörinn Sigurður Bjarnason einnig kemur Ragnheiður Guðmundsdóttir ný inn í stjórn. Ásberg Lárensínusson lét af störfum sem formaður og Bjarni Valdimarsson gekk úr stjórn.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi:

„Aðalfundur beinir því til bæjarstjórnar Ölfus, að ganga nú þegar eftir því að unnt sé að auka heimahjúkrun og koma á akstursþjónustu fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Þá minnir aðalfundur einnig á samning sem undirritaður var af heilbrigðisráðherra og bæjarstjóra Ölfus þar sem lagður var grunnur að sérstöku fjárframlagi til að efla þjónustu hér í sveitarfélagi við eldri borgara. Mikilvægt er að fjármagnið skili sér eins og til var ætlast.“

Að lokum viljum við minna á ferðalagið til Siglufjarðar 27.-29. apríl skráningarlisti liggur frammi á Níunni.
GK