Merki FEBÖ

Ályktun samþykkt á aðalfundi FEBÖ

Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 11. febrúar sl. þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, kosið var í nefndir og nýr formaður kjörinn Sigurður Bjarnason einnig kemur Ragnheiður Guðmundsdóttir ný inn í stjórn. Ásberg Lárensínusson lét af störfum sem formaður og Bjarni Valdimarsson gekk úr stjórn. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi: „Aðalfundur beinir því til bæjarstjórnar Ölfus, að ganga nú þegar eftir því að unnt sé að auka heimahjúkrun og koma á akstursþjónustu fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Þá minnir aðalfundur einnig á samning sem undirritaður var af heilbrigðisráðherra og bæjarstjóra Ölfus þar sem lagður var grunnur að sérstöku fjárframlagi til að…

Fréttir af Níunni í upphafi árs 2017

Félagsstarfið á Níunni er hafið að nýju eftir jól og áramót. Leshópurinn hittist að venju á mánudögum kl. 13.00 og er upplagt fyrir þá sem hafa yndi af lestri góðra bóka að mæta, lesa saman og ræða málin. Þeir sem hafa áhuga á að skera út í tré geta mætt á fimmtudagmorgnum kl. 10.00. Þar kemur fólk saman og sker út; lærir handtökin hvert af örðu, fær hugmyndir og nýtur þess að vera saman. Ef einhver hefur áhuga að prófa þá eru hægt að fá lánaða hnífa á Níunni. Kortagerðin er á sínum stað á fimmtudögum kl. 13.00. Tækifæriskortin…