Þorrablót 2017

Þorrablót Félags eldri borgara í Ölfusi var haldið á bónadag 20. febrúar í sal Níunnar. Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir á gólfinu í salnum síðan 3. janúar og var kappkostað við að ljúka verkinu fyrir blótið. Sigrún Theódórsdóttir forstöðumaður vígði nýtt hljóðkerfi en hún var veislustjóri að venju. Þorramaturinn kom frá Kjarnafæði sem Beata og Sigga sáu um að matreiða. Séra Baldur Kristjánsson talaði um þorrann hér áður fyrr og var skemmtilegur að vanda. Annað veifið stóðu gestir upp og sungu saman; að sjálfsögðu minni kvenna og minni karla. Einhver metingur var, hvor hópurinn hefði kyrjað hærra. Alltént…